Tanja Davis sýnir ljósmyndir - Hestar, fjöll og fólk

Tanja Davis sýnir ljósmyndir - Hestar, fjöll og fólk

 

Tanja Davis er frá Þýskalandi og þar hitti hún vinkonu sína Tinu Niewert. Eftir að hafa misst sambandið í nokkur ár  kom Tanja að heimsækja Tinu og Svabba hingað í Svarfaðardalinn, en þau hjónin búa í Syðra –Garðshorni. Hún hefur komið í Svarfaðardalinn árlega síðan 2010 og segist vera ástfangin af Dalvík, Svarfaðardal, hestunum og fólkinu. Tanja býr í Englandi og vinnur þar við tamningar og fleira sem viðkemur hestum ásamt því að taka portrait myndir.  Þegar hún dvelur á Íslandi fangar hún fegurð og kraft íslenska hestsins í fallegu umhverfi. Þannig sameinar hún ástríðu sína fyrir hestum og ljósmyndun. Myndirnar eru að mestu leyti teknar í Tungurétt og Laufskálarétt.