Tæknidagur í Bergi

Tæknidagur í Bergi

Tæknidagur í Bergi!

Laugardaginn 21. september kl. 13-16 er þér boðið í Berg, þar sem þú getur leikið þér með alls kyns róbóta og tæknidót!

Dalvíkurskóli tekur þessa dagana þátt í Erasmus+ verkefni sem snýr að kennslu í forritun yngri barna og mun í tengslum við verkefnið og í samstarfi við Bókasafn Dalvíkurbyggðar bjóða upp á tæknidag, þar sem börn á aldrinum 6-13 ára geta fengið að prófa alls kyns róbóta og fleira. Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir líka!

Óskað er eftir heimild til að taka upp myndbönd á meðan á stundinni stendur til að nota í kennslumyndböndum. Ef vel gengur stefnum við á því að endurtaka leikinn síðar í vetur!

Hlökkum til að hitta ykkur!

Dalvíkurskóli & Bókasafn Dalvíkur.