Systralag II / Sisterhood II

Systralag II / Sisterhood II
„Systralag II“ er sýning grafíska hönnuðarins Bergþóru Jónsdóttur og er sjálfstætt framhald sýningarinnar „Systralags“ sem sýnd var í Listasafni Reykjavíkur á Hönnunarmars 2018.
Systralag II upphefur konur af ólíkum bakgrunni, baráttu þeirra til jafnréttis og styrkinn sem bindur þær saman. 10 tauverk taka yfir veggi Menningarhússins og vísar hvert og eitt verk í ákveðna baráttukonu eða hóp kvenna og hugsjónir þeirra. Má þar nefna Vigdísi Finnbogadóttur, Malala Yousafzahi, Laverne Cox og Toni Morrison auk annarra.
Veggverkin verða til sölu ásamt plakötum með sömu myndum og mun hluti ágóða sölunnar renna til Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Sýningin er styrkt af Menningarsjóði Dalvíkurbyggðar.
 
///
 
Bergþóra Jónsdóttir’s Sisterhood II pays tribute to women of the world and their fight for equality. Highlighting feminists and feminist movements across boundaries and nationalities, each work strengthens the international lineage of sisterhood.
Originals and poster prints are available for sale, with part of the proceeds going to W.O.M.E.N. (Women of Multicultural Ethnicity Network in Iceland).
This exhibit has been made possible due to a generous grant from the Dalvík cultural fund.