Sýning marsmánaðar í Bergi- verk eftir Steingrím Þorsteinsson.

Sýning marsmánaðar í Bergi- verk eftir Steingrím Þorsteinsson.

Á sýningu mars mánaðar í menningarhúsinu Bergi má sjá sýnishorn af myndum eftir Steingrím Þorsteinsson, frá Vegamótum á Dalvík, frá árunum 1932 – 1950 og eftir 1981. Einnig eru til sýnis ljósrit af nokkrum myndum úr gamalli „skissubók“ Steingríms. Steingrímur byrjaði snemma að föndra við teikningu og liti en myndlistin var alltaf tómstundaiðja hans meðfram sjómennsku, fiskvinnslu, húsamálun og kennslu. Árið 1931, þá 18 ára, fór hann  til Kaupmannahafnar og innritaðist í iðnskóla þar sem áhersla var lögð á teikningu og málun. Á sýningunni má finna meiri upplýsingar Steingrím. Sýningin stendur út mars.