Sýning í júlí - taktur og endurupplifun

 

Taktur og endurupplifun

Á sýningunni Taktur og endurupplifun sýnir danska listakonan Lis Rejnert Jensen grafík verk og bókverk. Lis vinnur með náttúruna og litlu kraftaverkin í henni, litlu hlutina sem við lítum oft framhjá. Hlutina sem eru bara þar t.d. glæsileiki lítillar spiru eða óbyggðir gleymdra skóga. Lis vinnur líka með tengingu mannsins við náttúruna og líf mannsins á jörðinni, daglegt líf, tilfinningar og drauma.

Sýningin Taktur og endurupplifun var flutt til Dalvíkur í ferðatösku og sumum verkunum hefur í bókstaflegri merkingu verið flett í sundur til að skapa grafískt landslag í Menningarhúsinu Bergi.

Verkin eru byggð á ljósmyndum sem eru teknar á daglegum göngum eða ferðum. Grafískar aðferðir sem hún vinnur með eru ljósmyndaætingar og algraphy. í báðum tilfellum er myndefnið yfirfært á ljósnæma plötu með UV-lýsingu. Ljósmyndaætingin er prentuð á sama veg og þurrnál (djúpþrykk), meðan algraphy plöturnar eru þrykktar eins og lithógrafík, (planþrykk). Algraphy er ljósmyndatækni sem er litógrafísk aðferð eins og steinþrykk, en í staðin fyrir litógrafískan stein er notuð álumínium plata. Ljósmyndaleg litógrafísk aðferð á alumínum plötu, stundum notuð sinkplata.