Stólajóga fyrir alla!

Stólajóga er mjúkt jóga þar sem gerðar eru æfingar, ýmist sitjandi eða standandi með stól til stuðnings. Tímarnir henta þeim sem vilja teygja úr sér eftir langvarandi setu í vinnunni, kljást við líkamlegar áskoranir, eldri borgurum, barnshafandi konum eða þeim sem hafa nýlega fætt barn í þennan heim ( kríli eru velkomin með).

Allir tímar enda á slökun/hugleiðslu. Tímarnir henta byrjendum jafnt sem lengra komnum.

Tímanum stjórnar Helga Kristín Sæbjörnsdóttir, jógakennari með meiru.