Söngfjelagið í Bergi 17. júní

Söngfjelagið í Bergi 17. júní

 Fuglakabarett eftir Daníel Þorsteinsson og Hjörleif Hjartarson

Frumflutningur í Menningarhúsinu Bergi 17. júní kl. 17.00

Söngfjelagið undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar flytur Fuglakabarett eftir Daníel Þorsteinsson og Hjörleif Hjartarson í Menningarhúsinu Bergi, Dalvík, 17. júní kl. 17.00. Hljómsveit skipuð Daníel Þorsteinssyni (píanó), Kristjáni Edelstein (gítar), Stefáni Daða Ingólfssyni (bassi) og Rodrigo Lopes (slagverk) tekur þátt í flutningnum ásamt söngvurum úr kór Grundarkirkju í Eyjafirði.

FUGLAKABARETT Daníels og Hjörleifs var upphaflega saminn fyrir barnakór Akureyrarkirkju og frumfluttur af kórnum og hljómsveit á vordögum 2011. Daníel hefur nú endurútsett söngvana fyrir Söngfjelagið, auk þess sem fleiri lög og ljóð hafa bæst við verkið. Kórinn flutti hluta verksins í Iðnó síðasta vetrardag við mikinn fögnuð áheyrenda, en nú verður hann fluttur í heild sinni í Menningarhúsinu Bergi. Aðgangseyrir er 2.500 krónur.

Söngfjelagið er u.þ.b. 50 manna blandaður kór sem Hilmar Örn Agnarsson stofnaði 2011 og hefur tekist á við hin fjölbreyttustu verkefni og ævinlega slegið í gegn.