Sirkushaust í Bergi

Sirkushaust í Bergi

Húlladúllan býður sirkuslistanámskeið fyrir 7 ára og eldri í Menningarhúsinu Bergi í vetur. Nemendur kynnast hinum heillandi heimi sirkuslistanna og læra grunntækni hinna helstu sirkuslista. Á dagskránni er húlla, jafnvægislistir, djöggl, sirkusfimleikar, atriðasmíði, kínverskir snúningsdiskar, sviðsframkoma, trúðalæti, blómaprik og ýmsilegt fleira.

Kennt er í Bergi, Dalvík, þriðjudaga klukkan 14:00 - 15:30. Verð námskeiðs er 15.000 krónur. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 1. október og lýkur 10. desember og kennt er í alls 11 skipti. Frístundastyrkur nýtist og fjölskylduafsláttur er 10%. Hægt er að skipta greiðslu í tvennt.  Skráning fer fram á eftirfarandi slóð:  https://forms.gle/jop8HEydPXsEsDt67