Rútu-bíó við Berg

Rútu-bíó við Berg

Menningarhúsið Berg og bókasafnið hefur haft samstarf við alþjóðlegu kvikmyndahátíðina RIFF (Reykjavík International Film Festival) í afar spennandi verkefni. Hátíðin ætlar nú að færa sig út á landsbyggðina og m.a. bjóða íbúum Dalvíkurbyggðar í rútu- og bílabíó.

Laugardagsmorguninn 19. september gefst börnum tækifæri til að kíkja í rútubíó – þá verður rútan staðsett við Menningarhúsið Berg og sýndar verða myndir fyrir aldurshópinn 4-8 ára kl. 09.00 og aftur fyrir aldurshópinn 9-13 ára kl. 11.00. Það er FRÍTT INN og allir velkomnir meðan sætapláss leyfa.