Opnunarhátíð Syðra Holts í Bergi

Opnunarhátíð Syðra Holts í Bergi
Eftir frábært sumar hjá Böggvisbrauði í Menningarhúsinu Bergi höfum við fengið til liðs við okkur, ekki síður spennandi umsjónaraðila.
 
Ábúendur á Syðra Holti í Svarfaðardal verða nýir umsjónaraðilar fyrir Menningarfélagið, að minnsta kosti fram að áramótum og hefja leika sunnudaginn 19. september.
 
Um þessar mundir er akkúrat eitt ár síðan Eiríkur, Inger, Alejandra og Vífill tóku við Syðra Holti og hafa þau ræktað þar grænmeti af margvíslegum toga sem vonandi verður upphafið af fjölbreyttum búskap og skapandi menningarlífi á Syðra Holti.
Í Bergi munu þau bjóða upp á holla og létta rétti í hádeginu og ljúffengar kökur og drykki þess á milli. Áhersla verður lögð á gæðahráefni, lífrænt ræktað og vörur úr nærumhverfinu.
 
Fjölmennum á sunnudaginn og tökum vel á móti Syðra Holti í Menningarhúsinu Bergi