Opnun Myndlistarsýningar - Sigurveig Sigurðardóttir (Veiga)

Laugardaginn 1. júní nk. opnar myndlistarsýning Sigurveigar Sigurðardóttur (Veiga). Sýning Veigu ber heitið „Hin gömlu kynni“.
Sýningin mun standa út júnímánuð í sal menningarhússins Berg.

Eftirfarandi eru orð listakonunnar...

...Ég er fædd 2. Júní 1934 í Lambhaga á Dalvík og var nýfædd þegar mikill jarðskjálfti reið yfir og stórskemmdi nýbyggða efri hæð hússins, en neðri hæðin stendur enn og heitir nú Jónínubúð.
Ég ólst upp á Dalvík en fluttist til Akureyrar 19 ára, giftist og eignaðist 3 börn. Fjölskyldan bjó á Mauritius, Í Malawi, á Ítalíu og í Indónesíu um 13 ára skeið þegar maðurinn minn vann hjá Sameinuðu Þjóðunum.
Á Ítalíu fór ég að sækja tíma í málun hjá enskum listmálara sem bjó í Róm og hafði mjög gaman af.
Kominn aftur til Akureyrar hóf ég nám í Myndlistarskólanum og lauk prófi úr málunardeild árið 1998.
Ég sýni hér myndir sem ég hef skemmt mér við að mála undanfarin ár og einnig fjölskyldumyndir sem urðu til áður.
Ég hef alltaf haft mikla tengingu við Dalvík og hún er mín heimabyggð hvert sem leið mín annars liggur, því eins og nafnið á sýningunni, hin gömlu kynni, sem gleymast ei.
- Veiga Sigurðar