Netvera - fræðsla um jákvæðar hliðar tölvuleikjaspilunnar ungmenna

Netvera - fræðsla um jákvæðar hliðar tölvuleikjaspilunnar ungmenna

Bókasafn Dalvíkurbyggðar og Félagsmiðstöðin Týr stendur fyrir áhugaverðum fyrirlestri sem enginn ætti að láta framhjá sér fara!

Netvera verður til sem mótvægi gegn neikvæðri umræðu um tölvuleikjanotkun sem stofnendum fannst orðin allsráðandi í íslensku samfélagi og víðar. Hlutverk Netveru er að gefa fagfólki í tómstundageiranum verkfæri til þess að styrkja jákvæða upplifun ungmenna á rafíþróttum sem og fræða foreldra og aðstandendur. Hugmyndin er að eyða einveru með samveru og nýta tölvuleiki sem leið til að vinna með og efla ungmenni félagslega.

Fyrirlesari er Arnar Hólm Einarsson, annar stofnenda Netveru.

Frítt inn og allir velkomnir! Ath – fyrirlesturinn kemur í stað hádegisfyrirlesturs bókasafnsins þennan mánuðinn.