Miðvikudagsganga - Skriðukotsvatn - 2 skór

Ferðafélag Svarfdæla kynnir miðvikudagsgöngur í samstarfi við Heilsueflandi Dalvíkurbyggð.

Brottför kl. 16:30 frá Dalvíkurkirkju. Ekið að bænum Hofsárkoti. Gengið meðfram Skriðukotslæknum upp að Skriðukotsvatni. Gengið suður í Hvarfið og þaðan niður að endurvarpsstöðinni.

5 km., 550 m. hækkun, 4 klst.