Miðvikudagsganga - Böggur-Holtsá - 1 skór

Miðvikudagsganga - Böggur-Holtsá - 1 skór

Ferðafélag Svarfdæla kynnir miðvikudagsgöngur í samstarfi við Heilsueflandi Dalvíkurbyggð.

Brottför kl. 16:30 frá Dalvíkurkirkju. Gengið frá Skógreitnum Bögg upp að Krókmel ofan Hrafnsstaða, þaðan suður að Holtsá, þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur og safa. Gengið niður með ánni og heim til Dalvíkur. 

5 km. 250 m. hækkun, 3 klst.