Miðaldir í skuggsjá Svarfaðardals

Nýlega kom út bókin Miðaldir í skuggsjá Svarfaðardals eftir Árna Daníel Júlíusson. Svarfaðardalurinn er ríkur af fornleifum og öðrum heimildum sem gefa innsýn í liðinn tíma og mun Árni Daníel gera grein fyrir helstu niðurstöðum þeirra rannsókna sem bókin byggir á.

Fyrirlesturinn er haldinn af Héraðsskjalasafni Svarfdæla í samstarfi við Sögufélag Svarfdæla. Að fyrirlestri loknum er fólk hvatt til að staldra við og gæða sér á léttum veitingum á Basalt.