Martin J. Meier sýnir í Bergi í apríl

Martin J. Meier sýnir í Bergi í apríl

Martin J Meier listamaður frá Basel sýnir málverkin sín á Dalvík. Ísland og sérstaklega Dalvík eiga hug hans allan. Martinj kom fyrst til Íslands 1999 til að dvelja á gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri. Síðan hefur hann komið oft til Ísland og eru ferðirnar orðnar meira en 10 talsins. Hann hefur ferðast um allt land og m.a. í listamannadvöl 2007 og 2015.  2007 hélt hann sýningu í JVS gallerýi sem vinur hans Jónas Viðar listamaður rak. Jónas og Martinj kynntust í Art Academy Carrara 1990 og urðu mikilir vinir.

Árið 2015 bjó Martinj ásamt fjölskyldu sinni í 6 mánuði á Dalvík og þá gerði hann teikningu af steypireið í næstum réttri stærð. Það verk var sýnt í Salthúsinu á Fiskidaginn mikla 2015.

Martinj fæddist 29. september í Chur í Sviss og starfar sem listamaður í Basel. Hann hefur málað yfir 750 málverk. Verkin hans hafa verið sýnd í Sviss, Þýskalandi, Austurríki, Íslandi og á Ítalíu.Verk eftir hann eru til víða á opinberum stöðum og í einkasöfnum. Martin lærði í Accademia di Belle Arti Carrara /Italy. Hann er giftur og á tvær dætur.