Lokkar

Lokkar

Listakonan Gréta Gísladóttir sýnir í Bergi í mars. Hún segir hér frá sjálfir sér og verkum sínum.

Frá því ég man eftir mér hef ég haft þessa löngun til að skapa og búa til  

minn eigin heim. Ég var í Danmörku 1999 – 2000 í Kunst- og 

håndværkshöjskolen Engelsholm og lærði þar m.a. gler- og myndlist. Eftir 

3ja ára nám útskrifaðist ég svo frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2011, 

fagurlistadeild.

Ég hef vinnustofu í gömlu fjósi á kirkjustaðnum Hruna í

Hrunamannahreppi. Ég sæki innblástur í umhverfið, náttúruna og fólk.

Ólík form myndlistar eru viðfangsefni mín en málverkið er minn helsti

miðill. Skemmtilegast er að reyna við ólíkan efnivið. Ég nota gjarnan

blandaða tækni eða mixed media, þannig skapast frekar tækifæri fyrir

tilraunir en í hefðbundinni málaralist. Ég nýt þess að skapa andstæður

með litavali, formum og birtu. Nota ýmist olíu eða acryl og mála jafnt á

striga sem viðarplötur.

Sýningin ber heitið LOKKAR og er einskonar yfirlit yfir þá sköpun sem ég

hef unnið að á þessu ári og því síðasta, 2017.

Verið velkomin!

facebook gretagisla.is