Ljósmyndagreining fyrir alla aldurshópa

Ljósmyndagreining fyrir alla aldurshópa

Eflaust hafa margir heyrt um ljósmyndagreiningu á Héraðsskjalasafni Svarfdæla.

Nú köllum við eftir aðstoð fólk á öllum aldri við að greina ljósmyndir sem birtust í Bæjarpóstinum c.a. á árunum 1985-2004.

Hægt verður að kaupa veitingar á Basalt+bistro á meðan á greiningu stendur og fer hún fram á stórum skjá í fyrirlestrasal Bergs. Allir velkomnir hvort sem þeir þekkja myndefnið eða ekki – það má líka koma bara til að sjá skemmtilegar myndir frá fyrri tímum.

 

Hlökkum til að sjá ykkur!