Leikjadagur á Bókasafni Dalvíkurbyggðar

Leikjadagur á Bókasafni Dalvíkurbyggðar

Í fyrra hélt bókasafnið allsherjar leikjadag í samvinnu við Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar. Dagurinn heppnaðist með eindæmum vel og er því stefnan sett á að endurtaka leikinn.

Að þessu sinni ætla nokkrir vaskir krakkar úr vinnuskóla Dalvíkurbyggðar að aðstoða okkur og nú verður sko öllu tjaldað til.

Við byrjum á því að safna saman krakkahóp í nokkra hefðbundna úti-leiki. Eitthvað sem allir kannast við og fullorðnir jafnt sem börn geta tekið þátt í. Við hvetjum náttúrulega sérstaklega foreldra til að koma og sleppa sér smá. Það er svo hollt og gott að sleppa af sér beislinu og njóta þess að leika með börnunum.

Þegar leikirnir eru búnir mega krakkar spreyta sig á alls kyns tækjum, leikjum, tólum, hringjum og kringum sem við fáum að láni frá Íþróttamiðstöðinni. Fyrir þá sem vilja síður vera úti í látunum verður hægt að lita, perla og föndra inni í barnahorni svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfir.

 

Leikjastundin verður á grasblettinum fyrir aftan berg og á sólpallinum - ef einhver á erfitt með að rata er hægt að spyrja til vegar í afgreiðslu bókasafnsins.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.