Kvennakór Húsavíkur með tónleika í Bergi

Kvennakór Húsavíkur með tónleika í Bergi

 

Kórinn var stofnaður í janúar 2016 af fyrrum Stúlknakórsmeðlimum og er kórstjóri Hólmfríður Benediktsdóttir.
Kórinn hlaut styrk nú á vordögum frá Sóknaráætlun Norðurlands - Uppbyggingarsjóði til þess að fá Þingeysk tónskáld til samstarfs um að semja og/eða útsetja lög eftir Þingeyinga fyrir kvennakórinn. 
Verkefnið ber heitið Hugurinn leitar heim.
Hólmfríður Ben, Steingrímur Þórhallsson og Guðrún Ingimundardóttir sömdu lög fyrir kórinn auk þess að útsetja önnur lög eftir Þingeyinga. Þessi lög verða frumflutt á tónleikunum.
Undirleikari er Aðalheiður Þorsteinsdóttir frá Húsavík. 
Efnisskráin er fjölbreytt. Lög úr söngleikjum, negrasálmur, þjóðlög, íslensk og erlend dægurlög auk nýju lagana.
Aðgangseyrir kr. 1500  (frítt fyrir 16 ára og yngri)