Kristín Hjálmarsdóttir - Út í bláinn

Listamaður febrúarmánaðar er Kristín Hjálmarsdóttir, fædd og uppalin á Dalvík en býr sem stendur í Grindavík. Kristín leitaði á náðir listarinnar eftir að hafa misst sína aðalatvinnu í apríl mánuði 2020. Hún er sjálfmenntuð í listinni en hefur hægt og rólega fundið sína stefnu innan hennar. Kristín heillast mest af abstrakt list og vinnur með akryl á striga. Þetta er fyrsta listasýning Kristínar í raunheimum en hún hefur fram að þessu aðeins sýnt verkin sín í gegnum veraldarvefinn.

Verkin verða til sýnis í Menningarhúsinu Bergi út febrúarmánuð og hvetjum við alla til að líta við og skoða.