Klassík í Bergi - vetur

Klassík í Bergi - vetur

Nú er komið að síðustu tónleikunum í tónleikaröðinni Klassík í Bergi 2018-2019.

Jón Svavar Jósefsson barítón og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari flytja ljóð og lög um veturinn en hugsa þó hlýtt til sumarsins. Samspil þeirra Guðrúnar og Jóns spannar nú rúman áratug þótt ung séu að aldri og hafa þau komið fram um víðan völl.                                                       

Guðrún Dalía Salómonsdóttir stundaði píanónám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Tónlistarháskólann í Stuttgart og hjá Thérèse Dussaut í París. Hún hefur haldið fjölda tónleika, innanlands sem utan, bæði sem einleikari og meðleikari fjölda söngvara og hljóðfæraleikara.  

Jón Svavar Jósefsson er Akureyringur en á rætur að rekja til Dalvíkur. Jón útskrifaðist frá Tónlistarskóla Garðabæjar undir leiðsögn Snæbjargar Snæbjarnardóttur og hélt þaðan til Vínarborgar og lauk námi við óperudeild Universität für Musik und darstellende Kunst Wien.                                          

Miðaverð 3.500. Miðasala við innganginn.