Í kringum Hnjótafjall. Gönguskíðaferð í samstarfi við Ferðafélag Akureyrar (3 skór)

Í kringum Hnjótafjall. Gönguskíðaferð í samstarfi við Ferðafélag Akureyrar (3 skór)

4. maí, kl. 9 frá bílastæðinu fyrir neðan Atlastaði í Svarfaðardal. Gengið fram Neðri-Hnjóta eftir gömlu þjóðbrautinni að Heljarbrekkunni uns komið er að Stóruvörðu efst á Heljardalsheiði. Þar stendur Heljuskáli, glæsilegt sæluhús í eigu Ferðafélags Svardæla. Frá honum er sveigt af leið til hægri meðfram Vörðufjalli, fram hjá fjallinu Deili, sem er eitt formfegursta fjall Tröllaskagans og stendur eins og pýramídi upp úr jaðri Deildardalsjökuls.  Áfram er gengið fyrir botn Unadals eftir Hákömbum allt þar til botn Skallárdals blasir við. Gengið niður Skallárdal að Atlastöðum. 9-10 klst. gangur, 880 m hækkun, lengd 19 km. Fararstjóri Kristján Hjartarson.

Ferðafélag Svarfdæla
Fésbók: Ferðafélag Svarfdæla
Netfang: ferdafelagsvarf@gmail.com
Sími formanns: 898 5524