Hugleiðsluhádegi

Hugleiðsluhádegi

Á síðustu misserum hafa sífellt fleiri nýtt sér aðferðir hugleiðslu til að öðlast hugarró og frið auk þess sem meiri áhersla hefur verið lögð á að einstaklingar leggi rækt við eigið sjálf. Í hversdagslegum athöfnum skella ótal hugsanir á einstaklinga hverja einustu mínútu. Með því að þjálfa hugann og koma skikkan á hugsanir sínar kyrrist hugurinn smám saman en þetta ferli er einmitt kallað hugleiðsla.

Hugleiðsluhádegið er orðinn vikulegur viðburður á bókasafninu og hefur aðsóknin stöðugt aukist. Viðburðurinn er verkefni í þróun þar sem leiðari og þeir sem leiddir eru geta mótað samverustundina í sameiningu. Áhugasamir mega endilega spreyta sig á því að leiða eitt skipti eða fleiri en það er engin krafa. Það eina sem fólk þarf til að mæta er opinn hugur, kærleikur og kannski teppi ef það vill láta fara extra vel um sig. 

Hugleiðsluhádegið er tilvalið fyrir alla þá sem vilja stilla sig af, gefa sér örfáar mínútur til að hlúa að sér og þjálfa hugann. 

Allir velkomnir!