Heklumót

Heklumót 2017 verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Dalvík laugardaginn 22. apríl kl. 14:00. 

Að þessu sinni taka 10 karlakórar þátt í mótinu, samtals 320 söngmenn. 

Hver kór syngur 3 til 4 lög og svo syngja kórarnir sameiginlega sex lög. 

Kórarnir sem syngja eru: Karlakór Akureyrar Geysir, Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, Karlakór Dalvíkur, Karlakór Eyjafjarðar, Karlakórinn í Fjallabyggð, Karlakórinn Drífandi, Karlakórinn ERnir, Karlakórinn Lóuþrælar, Karlakórinn Hreimur og Karlakór Vopnafjarðar. 

Þetta er viðburður sem áhugafólk um karlakórasöng má alls ekki missa af. 

Miðaverð aðeins kr. 3.000.-

Miðasala við innganginn.