Hádegisfyrirlestur í samstarfi við Hestamannafélagið Hring

Hádegisfyrirlestur í samstarfi við Hestamannafélagið Hring – Svavar Hreiðarsson, knapi og íþróttamaður Dalvíkurbyggðar og UMSE ásamt Valgeiri Valmundarsyni aðstoðarmanni hans.

Félagarnir munu lýsa viðburðaríku síðastliðnu ári og ferðinni á heimsmeistaramótið í Þýskalandi. Farið verður yfir ferlið, allt frá því að keppnin gat varla talist hugmynd þangað til allt varð að veruleika. Svabbi er fyrsti og eini knapinn sem hefur keppt á heimsmeistaramóti fyrir hönd hestamannafélagsins Hrings.