Grikk eða gott?!

Grikk eða gott!

Þessa laugardagsstund ætlum við að hittast á bókasafninu og undirbúa hrekkjavökuna sem nýlega hefur tekið sér bólfestu í íslenskri menningu.

Hugmyndir af hrekkjavökuskreytingum, efniviður og allt til þess að koma bókasafninu í viðeigandi búning. 

Fyrir þá sem þora verður boðið upp á draugasögulestur í kjallaranum. 

Við hvetjum alla til að mæta í búning, unga sem aldna - brjóta upp hversdaginn og hafa gaman!