Í krafti endurnýtingar og umhverfisvitundar langar okkur að bjóða ykkur að hanna ykkar eigin jólapeysu úr afgöngum, gömlum flíkum, jólaskrauti sem hefur tapað gildi sínu og öðru sem hefur fallið til í gegnum árin. Í stað þess að kaupa enn eina jólapeysuna sem er með stutt notagildi hvetjum við ykkur frekar til að virkja sköpunargyðjuna og hanna ykkar eigin jólapeysu/bol, húfu, buxur, galla.
Möguleikarnir eru endalausir og við verðum einnig með taupenna sem fólk getur t.d. notað til að teikna fallegar jólamyndir á boli, buxur eða hvað sem því dettur í hug.
Við verðum með einhvern efnivið á staðnum en biðjum fólk endilega að koma með eitthvað að heiman, gamlar peysur, boli og annað sem nýta má í jólapeysugerð.
Ef fólk vill gefa bjöllur, jólaskraut, batteríseríur, garn eða annað sem það sér koma að notum, tökum við á móti því á bókasafninu. Það sem ekki verður nýtt fer á endanum í Rauða krossinn.