Gestaboð Kristjönu - Sigríður Thorlacíus

Gestaboð Kristjönu - Sigríður Thorlacíus

Gestaboð Kristjönu er tónleikaþrenna að hausti frá sept, okt til nóv.
Þar sem tónlistarkonan Kristjana Arngrímsdóttir fær til sín tónlistarfólk héðan og þaðan af landinu til að taka þátt í tónleikum með henni og litast tónleikarnir oftast af því hver gesturinn er og úr verður hin skemmtilegasta blanda. Gestaboðin hafa verið vel sótt af heimamönnum og öðrum gestum, það ber að lofa.

Fram koma á næstu tónleikum þann 24.október;
Sigríður Thorlacíus hin eina og sanna með sína undursamlegu rödd og túlkun,
Örn Eldjárn Kristjánsson gítarleikari og upp á síðkastið bassaleikari.
Jón Rafnsson kontrabassaleikari til margra ára og hokinn af reynslu.
Tónleikarnir hefjast kl 20.30 og húsið opnar 19.30.
Miðaverð 3.500- posi á staðnum

Menningarsjóður Dalvíkurbyggðar styrkir þessa tónleikaröð.