Fyrsta hjálp með Láru Bettý

Fyrsta hjálp með Láru Bettý

Foreldramorgunn með Láru Bettý í barnahorninu á Bókasafninu -

Fyrsta hjálp og nytsamlegur fróðleikur.
Litla sveitafélagið okkar hefur sko heldur betur mátt þola ýmiskonar hremmingar síðastliðin misseri - þá, sem oftar, verður manni hugsað til mikilvægi fyrstu hjálpar og þess að viðhalda og uppfæra þekkingu okkar í fyrstu hjálp. Á þeim nótum langar okkur að bjóða nýbökuðum foreldrum sem og öllum öðrum áhugasömum á fræðslustund í barnahorni bókasafnsins þar sem áhersla verður á ung börn og ungmenni.

Samverustundin verður í faglegum höndum Láru Bettýar sem kennir réttu handtökin, svarar spurningum og varpar ljósi á ýmsa þætti sem gott er að hafa í huga við meðferð ungra barna og ungmenna.