Franskt kvöld í Bergi fimmtudag 6. febrúar kl. 19:30-21:30
Er ekki orðið langt síðan þú horfðir á franska ljóðræna heimildarmynd og sötraðir á frönsku víni? Kvöldið 6. febrúar er fullkomið tækifæri til að njóta hvoru tveggja ásamt því að rúsínan í pulsuenda kvöldsins er ekkert slor (ef veðurguðir leyfa). Þetta kvöld er mögulegt fyrir tilstilli Rökstóla, Alliance Francais, Húlludúllunnar, Aðalbakarís á Siglufirði og Menningarhússins Bergs!
Íslensk list og íslenskt landslag séð með augum franskra kvikmyndagerðarmanna. Kvikmyndin Their Icelands / Leurs Islandes verður sýnd kl. 20:00, en húsið opnar kl. 19:30 og tilvalið að hlýða á franska tónlist, tengjast norðurlands-frökkum og gæða sér á frönskum veigum.
Verið öll hjartanlega velkomin. Kvikmyndin er með frönsku tali en enskum texta!