Foreldramorgunn - heilsa og hreyfing eftir barnsburð

Foreldramorgunn - heilsa og hreyfing eftir barnsburð

Við hefjum foreldramorgna á ný og byrjum á því að fá til okkar Elíngunni Rut Sævarsdóttur, einkaþjálfara og nema í iðjuþjálfunarfræðum. Elíngunn mun fræða gesti um heilsu og hreyfingu eftir barnsburð. 

Það eru allir velkomnir, með eða án barna en eins og alltaf hvetjum við foreldra eindregið til að koma með litlu krílin sín með sér og reynum við að hafa stundina gefandi og hlýlega. 


Foreldramorgnar eru samverustundir hugsaðar sem vettvangur fyrir foreldra til að koma saman með börnin sín og njóta samvista með öðrum. Stefnt er að því að bjóða upp á fróðlegar kynningar á efni sem tengist barneignum, uppeldi og öðru sem getur verið nytsamlegt fyrir foreldra að kynna sér. 

Að samverustund lokinni er tilvalið að halda samtalinu áfram inni á bókasafni eða jafnvel fyrir framan á kaffihúsinu Basal+bistro.