Foreldramorgun með Ólínu Freysteinsdóttur

Foreldramorgnar eru samverustundir hugsaðar sem vettvangur fyrir foreldra til að koma saman með börnin sín og njóta samvista með öðrum. Stefnt er að því að bjóða upp á fróðlegar kynningar á efni sem tengist barneignum, uppeldi og öðru sem getur verið nytsamlegt fyrir foreldra að kynna sér. Að samverustund lokinni er tilvalið að halda samtalinu áfram inni á bókasafni eða jafnvel fyrir framan á kaffihúsinu Basal+bistro

Að þessu sinni fáum við til okkar Ólínu Freysteinsdóttur sem er fjölskyldufræðingur hjá Fjölskylduráðgjöf Norðurlands - Skref. Ólína ætlar að fara yfir það helsta í fjölskylduráðgjöf, samskipti foreldra innbyrgðis og við börnin og ýmislegt er við kemur verkefnum fjölskyldunnar. Börn eru að sjálfsögðu velkomin með en stundin fer fram í barnahorni bókasafnsins.