Foreldramorgun með Láru Bettý

Foreldramorgunn með Láru Bettý í barnahorninu á Bókasafninu - Fyrsta hjálp og nytsamlegur fróðleikur.
Að þessu sinni verður boðið upp á fyrstu hjálp fyrir börn og ungmenni. Samverustundin verður í faglegum höndum Láru Bettýar sem kennir réttu handtökin, svarar spurningum og varpar ljósi á ýmsa þætti sem gott er að hafa í huga við meðferð ungra barna. Samverustundirnar eru hugsaðar sem vettvangur fyrir foreldra til að koma saman með börnin sín og njóta samvista með öðrum. 

Hlökkum til að sjá ykkur kæru foreldrar!