Færnismiðja á bókasafninu / Skills sharing workshop at the library

Færnismiðja á bókasafninu / Skills sharing workshop at the library

ENGLISH VERSION follows ICELANDIC below:

Við getum alltaf lært eitthvað nýtt, bæði af umhverfinu sem við lifum í, af samfélaginu sem við búum í og af hvort öðru. Bókasafnið, í samstarfi við Rökstólar settu saman vinnustofur síðasta haust sem ber heitið Færnismiðja og byggir í grunninn á fjölbreyttri jafningafræðslu. Við ætlum að byrja aftur á þessum skemmtilegu og vel heppnuðum smiðjum og verður sú fyrsta af fjórum, þann 12. febrúar næstkomandi frá kl 16:30-17:30.

Í þessum fyrsta hitting verður farið stuttlega yfir uppbyggingu smiðjunnar þar sem öllum gefst kostur á að upplifa rýmið og kynnast vinnuaðferðum. Öllum gefst kostur á að koma með hugmyndir og óskir um hvað hægt sé að leggja áherslu á, í komandi færnissmiðjum.

Þetta er ekki hefðbundið námskeið þar sem einn kennir og hinir læra, heldur fer Lenka (umsjónarkona Færnismiðjunnar og stofnandi Rökstólar) fjölbreyttar og margvíslegar leiðir að miðlun þekkingar. Í smiðjunni fá þátttakendur tækifæri á því að (endur)uppgötva ástríður sína, miðla þekkingu og reynslu sinni áfram og öðlast meiri styrk frá öðrum. Þetta ferli  mun í framhaldinu hjálpa okkur að sjá þann mannauð sem samfélag okkar býr yfir. Tilgangurinn er að stundin sé áreynslulaus og ánægjuleg. Við þorum að lofa því að allir fari heim með einhverja nýja færni eða þekkingu í pokahorninu!

Viðfangsefni smiðjunnar að þessu sinni eru hugtökin „að læra“ og „sjálfsþekking“, sem helst mikið í hendur því við styrkjumst á því að læra eitthvað nýtt, hvort sem það er í bók, úti í náttúrunni eða í samfélaginu almennt.

Óþarfi er að skrá sig, allir velkomnir og frítt inn. Smiðjan verður aðalega á íslensku og ensku, en að sjálfsögðu eru allir velkomnir óháð tungumáli.

Allar spurningar varðandi Færnismiðjunnar eru velkomnar annaðhvort á bókasafninu eða í síma 8401329 (Lenka).


Við hlökkum til spennandi samstarfs í næstu Færnismiðju. Opinn hugur og forvitni er það eina sem fólk þarf að mæta með.

Bókasafn Dalvíkurbyggðar og Rökstólar.

_______________________________________________________

We can always learn something new, be it from the environment where we live, society or from each other. Local library in cooperation with European Educational Center (Rökstólar) co-created a set of PEER learning workshops that will be on offer in 2019.

Come and join us for the first skills sharing workshop out of 4 this year and HAVE a SAY on what themes/topics should be covered in the year 2019.

This time, a set of fun and educating group activities will be on offer facilitated by LENKA and the first topic we will explore together is LEARNING and self-development.

You will get a chance to self-reflect and (re)discover your passions, talents and skills and help us map resources that we have in our local community.  

No need to sign up, free entrance and everyone is welcome  regardless of the language you speak.  Should you have any questions, just ask at the library or phone Lenka 840 13 29.

We look forward to co-creating this exciting learning space together.


The library of Dalvík and Rökstólar.