Eyfirski Safnadagurinn

Eyfirski Safnadagurinn

Hinn árlegi viðburður Eyfirski safnadagurinn verður haldinn Sumardaginn fyrsta, þann 25. apríl næstkomandi.  

Söfn og sýningar við Eyjafjörð opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi undir heitinu Eyfirski safnadagurinn. Markmiðið er að vekja athygli á fjölda fróðlegra og forvitnilegra safna sem eru við Eyjafjörð. Enginn aðgangseyrir er að söfnunum í tilefni dagsins.

Byggðasafnið Hvoll tekur þátt í þessum stórskemmtilega viðburði og verður opið á safninu frá kl 13:00 - 17:00 og auðvitað frítt inn.

Þema dagsins í ár hjá öllum söfnum er ferðalög og mun Byggðasafnið endurspegla það þema á einn eða annan hátt !

ferðalög

Við hvetjum ykkur að heimsækja safnið á þessum degi og almennt taka þátt í þessum skemmtilega og menninlega viðburði. 


Verið hjartanlega velkomin á Sumardaginn fyrsta!