Byrjendakennsla í Brús

Byrjendakennsla í Brús

Það eru eflaust margir í byggðarlaginu sem hafa aldrei lært að spila brús - en dauðlangar að taka þátt og eiga möguleika á heimsmeistaratittlinum sem keppt er um í mars. Nú er tækifærið! Nú geta allir lært að spila brús!

Nokkrir heimsmeistarar í Brús munu fara yfir grunnatriðin í þessu frábæra spili. Nú gefst öllu þeim sem ekki kunna, búnir að gleyma eða eru feimnir, tækifæri á að læra réttu handtökin og undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í lok mars.

Við hvetjum reynda Brússpilara til að mæta, hafa gaman og sýna nýliðum stuðning. Það verður spilað á kaffihúsinu Basalt+bistro og hægt að kaupa veitingar samhliða spilamennsku.