Brosir þessi mynd til þín - sýning í Bergi

Listamaður ágústmánaðar í Menningarhúsinu Bergi er Sigríður Guðmundsdóttir.

Í ljósi aðstæðna var ekki unnt að halda formlega opnun í upphafi mánaðar eins og gert var ráð fyrir - en þess í stað stefnum við á fögnuð þegar liðir er á seinni hluta hans. Það verður boðið upp á tónlistaatriði úr heima byggð enda er Sigga að eigin sögn Dalvíkingur í húð og hár. Hún hefur unnið að glerlist frá desember 2004 í margvíslegum útfærslum.

Sýningin "Brosir þessi mynd til þín" er að hennar sögn eitt það skemmtilegasta sem hún hefur unnið. Textana og ljóðin fékk hún leyfi fyrir hjá höfundum eða aðstandendum. Sigga segir að hún hafi haft Dalvíkina og dalina að leiðarljósi við hugmyndavinnu sýningarinnar.

Við erum auðvitað öll meðvituð um ástandið í þjóðfélaginu og gefur því að skilja að þetta gæti allt breyst með stuttum fyrirvara. Við biðjum ykkur því sem aðra að fylgjast vel með nýjum upplýsingum hér á fésbókarsíðu Menningarhússins og eins að spara knúsin en senda kærleikann og hlýjuna frekar frá ykkur með brosum og augnarráði ♥