Bíla-bíó við Gamla skóla

Bíla-bíó við Gamla skóla

Menningarhúsið Berg og bókasafnið hefur haft samstarf við alþjóðlegu kvikmyndahátíðina RIFF (Reykjavík International Film Festival) í afar spennandi verkefni. Hátíðin ætlar nú að færa sig út á landsbyggðina og m.a. bjóða íbúum Dalvíkurbyggðar í rútu- og bílabíó.

BÍLABÍÓ verður föstudagskvöldið 18. september kl. 20.30 (gegn gjaldi).

Myndinni verður varpað upp á vegg Gamla skóla og hægt verður að leggja bílum á bílastæðið vestan við Dalvíkurskóla.