Böðuð í ljóma hringrásarkerfisins og sjálfbærni langar okkur að bjóða áhugasömum tækifæri til að taka þàtt í fatamarkaði í Bergi með áherslu á barnaföt, barnavörur, leikföng og allskonar fylgihluti sem tilheyra uppvexti barna.
Við þekkjum það öll að barnið vex en brókin ekki svo að hér er kjörið tækifæri til að skipta út litlu fyrir annað í réttri stærð.
Við stefnum á laugardaginn 2. nóvember frá 11:00-15:00. Þátttakendur geta mætt frá 10:00 til að setja upp sinn bás.
Það verður takmarkað borðapláss í boði, borðið leigist á 3.500kr - fólk kemur sjálft með það sem það vill hafa á sínum bás en borð og stólar eru á staðnum eftir þörfum.
Borðapantanir sendist á berg@dalvikurbyggd.is
Allir velkomnir - opið á bókasafninu á meðan og heitt á könnunni