Ásdís Friðriksdóttir - myndlistasýning

Ásdís Friðriksdóttir er fædd árið 1949 og uppalin í Kópavogi. Hún hefur verið búsett í Njarðvík frá árinu 1973 og hefur starfað sem tannsmiður frá árinu 1971.

Ásdís útskrifaðist af listbraut í Fjölbrautaskóla Breiðholts árið 1999 en hefur tekið námskeið í Myndlistarskóla Kópavogs, hjá Bjarna Sigurbjörnssyni, Einari Hákonarsyni, Pétri Gauta og fleirum. 

Ásdís hélt sýningu í listasal Menningarhússins Bergs á síðasta ári sem bar yfirskriftina Tvískinningur. Í þeirri sýningu leitaðist hún við að draga fram samtal án orða, milli verka og áhorfenda. Að þessu sinni býður hún gestum menningarhússins upp á einhverskonar yfirlitssýningu af verkum hennar frá upphafi. Á sýningunni hangir hennar fyrsta verk, það nýjasta og allt þar á milli. Á suðurveggnum gefur að líta hennar nýjustu verk sem eru að mörgu leiti frábrugðin þeim sem hún byrjaði að fást við í upphafi. 

 

Sjón er sögu ríkari og hvetjum við alla til að skoða sýninguna með eigin augum. 

______________________________________________________________________________

Fyrri sýningar Ásdísar: 
2018 Einkasýningin "Tvískinnungur" í Bókasafni Reykjanesbæjar
2016 Einkasýningin „Tvískinnungur“ í listasal Anarkíu í
Kópavogi
2015 Einkasýning í sal Kaffi stefnumót í Reykjanesbæ
2014 Samsýning í Gerðasafni
2012 Samsýning í Listasafni Reykjanesbæjar
2012 Einkasýning í sal Karma í Reykjanesbæ
2009 Einkasýning í sal Kaffitárs í Reykjanesbæ
2009 Samsýning í sal Svarta pakkhússins í Reykjanesbæ
2008 Samsýning í Gallerí 1og8 í Reykjanesbæ