Allt að sólu. Lilý Erla Adamsdóttir

Allt að sólu. Lilý Erla Adamsdóttir

Allt að sólu

 

Lilý Erla opnar sýninguna sína í Menningarhúsinu Bergi, laugardaginn 3. júlí kl. 14.00. Allir velkomnir!

 

Sýningin Allt að sólu einkennist af hugrenningartengslum milli innri og ytri náttúru. Ljóðrænir titlar verkanna vísa til ýmissa náttúrufyrirbrigða sem skapa hárfínan samhljóm með tónverki mannlegrar tilvistar.

Lilý Erla Adamsdóttir vinnur á mörkum myndlistar, hönnunar og listhandverks. Yfirborð er henni hugleikið, hvort sem um ræðir yfirborð náttúrunnar eða mennskunnar. Í verkum sínum skoðar hún handgerða endurtekningu, möguleika hennar og takmarkanir. Hvernig hið einstaka kallast á við fjöldann um leið og fjöldinn skapar einstakan samhljóm. Vinnuferli Lilýjar einkennist af stöðugu samtali við efnið, þar sem eitt leiðir af öðru. Undanfarið hefur hún nýtt sér eiginleika tufttækninnar til skoðunar á þræðinum og sjónrænna áhrifa hans, þegar kemur að samspili lita og efniseiginleika. Lilý talar ýmist um verkin sín sem loðin málverk eða dansandi útsaum.

Lilý (f.1985) er fædd og uppalin á Akureyri. Hún nam myndlist við Listaháskóla Íslands (BA) og listrænan textíl við Swedish School of Textiles í Borås (MA). Lilý hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum bæði heima og erlendis. Lilý býr og starfar í Reykjavík.

 

 

Looking up

In the exhibition Looking up, internal and external nature are connected. The poetic titles of the works refer to various natural phenomena, creating a delicate harmony with the composition of human existence.

Lilý Erla Adamsdóttir‘s works border on visual art, design and artistic craft. She is very fond of surfaces, whether it is the surface of nature or humans. The subject matter in her works is manual repetition, both its potential and limits. How the unique is picked up by the multitude at the same time as the multitude creates a unique harmony. Adamsdóttir‘s work-process is characterized by a constant communication with the matter – where one thing leads to the next. In her most recent works she has made use of the tuft-technique to examine the thread and its visual effect, when it comes to the interplay of colors and the properties of the material. She describes her work either as furry paintings or dancing embroidery.

Lilý (b.1985) is born and raised in Akureyri. She studied fine arts at the Iceland University of the Arts (BA) and artistic Textiles at the Swedish School of Textiles in Borås (MA). Lilý’s work have been exhibited both in Iceland and abroad. Currently she lives and work in Reykjavík.