Aðventumarkaður í Bergi

Aðventumarkaður í Bergi
Hið árlega aðventurölt verður haldið í Dalvíkurbyggð, fimmtudaginn 9. desember. Ef fjöldatakmarkanir á landsvísu leyfa. Bærinn mun iða af lífi og án efa eitthvað í boði fyrir alla.
 
Að vanda mun Menningarfélagið Berg standa fyrir aðventumarkaði í Menningarhúsinu þar sem fólki gefst færi á að sýna og selja sínar vörur.
 
Markaðurinn verður annars með hefðbundnu sniði og verið hefur síðustu ár - einstakt handverk, fallegar gjafavörur, fjölbreyttar matvörur og jólaandinn alltumlykjandi.
 
Endilega hjálpið okkur að láta boðskapinn berast ❤
 
Við biðjum alla áhugasama um að tryggja sér borð með því að senda tölvupóst á berg@dalvikurbyggd.is eða í síma: 8483248 (Björk Hólm).
Leiga á borði er 4000 krónur