Vorhreinsun gatna hefst á mánudaginn

Vorhreinsun gatna í Dalvíkurbyggð hefst mánudaginn 3. maí næstkomandi, ef veður og aðstæður leyfa. Húseigendur eru vinsamlegast beðnir um að hreinsa bílaplön við heimili sín fyrir þann tíma.