Vorhátíð Leikbæjar - maí 2012

Vorhátíð Leikbæjar - maí 2012

 

Þriðjudaginn 8. maí var árleg vorhátíð Leikbæjar haldin hátíðleg. Þann dag voru ýmis verk barnanna og ljósmyndir úr starfi leikskólans til sýnis, síðasti danstími vetrarins fór fram undir stjórn Ingunnar okkar danskennara og foreldraráð leikskólans stóð fyrir glæsilegu kaffihlaðborði. Líkt og undanfarin ár var fjölmennt hjá okkur þennan dag, veðrið lék við okkur og allir nutu ljúfrar stundar. Við þökkum gestum okkar kærlega fyrir komuna og foreldraráði fyrir alla þeirra vinnu. Kveðja, Leikbær    

Sjá myndir frá vorhátíðinni