Vorhátíð Dalvíkurskóla

Halló krakkar, pabbar og mömmur, afar og ömmur, frænkur og frændur !!


Vorhátíð Dalvíkurskóla verður fimmtudaginn 21. maí frá klukkan 11:00 til 14:00. Þennan dag verður skólinn opinn öllum sem vilja skemmta sér saman og skoða afrakstur af vinnu nemenda.


Meðal þess sem boðið verður upp á er:

? Opið hús þar sem vinna nemenda verður til sýnis.
? Kaffihúsastemming í hátíðarsalnum. (9. bekkur selur kaffi og meðlæti á 400 kr. fyrir 14 ára og eldri, 200 kr. fyrir börn 6-13 ára. Frítt fyrir yngri börn).
? Förðun og andlitsmálning.
? Lukkupakkar sem 6. bekkur hefur til sölu á 150 kr.stk.
? Hestar og útileikir. (Fer eftir veðri)
? Þrautabrautir.
? Spilastofa.
? Golf – kynning á tjaldsvæði.
? Ásadans.
? Allir fá ís í boði foreldrafélagsins.
? Sýning á námsmöppum hjá 1. – 6. Bekk.
? Bókasafn – opið.

Foreldrafélag, nemendur og starfsfólk Dalvíkurskóla.