Vorhátíð

Vorhátíð

Næstkomandi mánudagur, 26 maí er síðasti kennsludagur vetrarins. Þann dag líkur kennslu kl 12 (hádegi). Kl. 14 ætlum við hins vegar að halda vorhátíð. Hún verður utan dyra, sunnan við Tónlistarskólann og eru allir nemendur og foreldrar velkomnir. Þar munum við framkvæma ásláttargjörning, öll í sameiningu og eru allir hvattir til að taka með sér eitthvað sem hægt er slá í, t.d. sleif og pottlok tunnur, gáma, eða hvaðeina sem getur gefið frá sér hávaða. Að loknum gjörningnum verður hægt að kaupa grillaðar pylsur og fleira góðgæti á vægu verði. Félagsmiðstöðin mun sjá um þann hluta í fjáröflunarskini. (Ath, enginn posi) Vonumst til að sjá sem allra flesta á vorhátíð:)