- Þjónusta
- Fjölskyldan
- Menntun
- Íþróttir og tómstundarstarf
- Endurvinnsla
- Umhverfi
- Skipulags- og byggingarmál
- Dýrahald
- Veitur og hafnir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Dalvíkurbyggð hefur fengið að láni kynningarbás Landverndar fyrir verkefnið Vistvernd í verki.
Á básnum má finna ýmsar upplýsingar um vistvernd í verki. Þar eru upplýsingar um ýmislegt sem lítur að umhverfisvænum lifnaðarháttum t.d. jarðgerð, hreyfilhitara, rafmangssparnað, flokkun sorps og fleira.
Einnig má á básnum finna upplýsingar frá Dalvíkurbyggð um Staðardagskrá 21 sem við erum þátttakendur í.
Básinn er staðsettur á Bókasafni Dalvíkurbyggðar út mánuðinn og eru allir velkomnir til að skoða og kynna sér efnið sem er á básnum.