Vinnuskólinn tekur þátt í heilsueflandi samfélagi

Vinnuskólinn tekur þátt í heilsueflandi samfélagi

Vinnuskóli Dalvíkurbyggðar keypti í sumar tvö reiðhjól og hjálma sem ætluð eru fyrir flokksstjóra vinnuskólans. Er þetta liður í því að minnka bílnotkun vinnuskóla og um leið að auka hreyfingu starfsmanna. Stór hluti af nemendum vinnuskólans eru á reiðjólum og passar þetta því ágætlega við starfsemina. Vinnuskólinn tekur því virkan þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag og hafa reiðhjólin komið sér vel í sumar.