Vinna við jafnlaunavottun í fullum gangi

Vinna við jafnlaunavottun í fullum gangi

Um næstkomandi áramót þurfa fyrirtæki og sveitarfélög með 250 eða fleiri starfsmenn að hafa lokið vinnu við jafnlaunavottun. Sú vinna er komin af stað hjá Dalvíkurbyggð og má segja að hún sé komin nokkuð vel á veg. Jafnlaunavottun er staðall fyrir jafnlaunakerfi og markmið vottunarinnar er að vinna gegn kynbundunum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Með innleiðing staðalsins geta fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkefi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum. Langflest störf Dalvíkurbyggðar hafa verið metin í starfsmati og er því stuðst við það, sem og kjarasamninga, til að meta vægi starfa og þá sjá hvort sambærileg störf fái sömu laun. Stefnt er að því að ljúka þessari vinnu fyrir áramót og er launafulltrúi bjartsýnn að það gangi upp.